Föstudagur, 26. mars 2021
Tvísaga
Nú er ég búin að lesa Tvísögu sem kom út árið 2016. Ég varð fyrir svo miklum vonbrigðum með skáldsöguna (M)ein um daginn en skildist að þessi reynslusaga væri miklu betri. Hún er það. Það er himinn og haf á milli sögunnar af lífshlaupi mömmu Ásdísar Höllu sem hefur sannarlega marga fjöruna sopið og svo skáldsögunnar um heimaþjónustu í heimsfaraldri.
Ásdís Halla segist hafa verið tvístígandi með að segja söguna. Vá, hvað ég skil það. En hún gerir það vel. Stundum fæ ég reyndar á tilfinninguna að hún segi minna en hana langi af því að þátttakendur eru svo ótrúlega margir og einstigið vandratað. Lífshlaup hugsanlegra feðra ÁHB, lífshlaup bræðra hennar og frændsystkina, maka og barna blandast allt inn í frásögnina.
Og hvað varð um Sam?
ÁHB segist hafa skrifað söguna af því að ef til vill er þráður sem þessi algengari en marga grunar (bls. 355). Sjálfsagt er hann það en mín hugsun eftir lesturinn er: Mikið hef ég sloppið vel. Og þá er ekki til einskis af stað farið.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.