Þagnarmúr Arnaldar

Mér finnst að svona lofaður höfundur eigi að koma mér meira á óvart. Nýjasta bók Arnaldar Indriðasonar náði ekki að koma mér á óvart nema ponsulítið í lokin. Söguþráðurinn var fyrirsjáanlegur og því miður var stíllinn heldur ekki upp á marga fiska. Ég hef lesið mjög fínar bækur eftir Arnald, t.d. Dauðarósir og Grafarþögn, en þótt spennusögur séu formúlubækur verður að prjóna við þær aðeins meiru en tveimur ólíkum timaskeiðum, sirka 1963 og 2019, einum lygnum lögreglumanni, spilltum skartgripasala og sifjaspelli.

Konráð er alveg áhugaverður fyrir það að vera fyrrverandi lögga að grufla í afdrifum smáglæponsins, pabba síns. En 50 ára gamalt heimilisofbeldi sem spilar á réttlát viðbrögð hinna saklausu finnst mér ekki hægt að nota aftur og aftur. Það virkaði í Grafarþögn en nú er það bara að verða klisja.

Bókin var þó fljótlesin og alveg bærileg á löngum páskadegi í sófanum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband