Lögvarðir hagsmunir

Ég skil alveg að lögvarðir hagsmunir umbjóðenda Ómars R. Valdimarssonar eru fyrir borð bornir ef dómur fellur ekki í máli þeirra fyrr en eftir að kvöðinni er aflétt!

Nei.

Jú, ég skil það víst. Mér finnst samt að fréttamenn ættu ekki að lepja upp lagatæknilega hugtakið án þess að segja nokkru sinni hvað lögvarðir hagsmunir eru.

Ókei, ég les ekki allt. Ég væri alveg til í að sjá/heyra fréttamann segja þetta einu sinni með eigin orðum.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Lögvarðir hagsmunir, er einfaldlega hverjir þeir hagsmunir sem eru varðir af lögum, til dæmis rétturinn til að sæta ekki pyntingum.

Þeir lögvörðu hagsmunir sem fólkið í sóttkvíarmálinu hafði fólust í því að þurfa ekki að sæta frelsissviptingu án lagaheimildar. Þar sem þau sluppu úr prísundinni í fyrradag og luku heimasóttkví í morgun, höfðu þau ekki lengur þá hagsmuni þegar Landsréttur úrskurðaði síðdegis. Þau eru nú frjáls ferða sinna og þurfa því ekki lengur frelsun úr prísund.

Er þetta nógu skiljanleg útskýring á hugtakinu lögvarðir hagsmunir?

Guðmundur Ásgeirsson, 7.4.2021 kl. 19:43

2 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Já, kannski er bara ekki hægt að einfalda tungutakið í þessum efnum. Ég skil alveg hvað þetta merkir en var að hugsa um þá sem skilja ekki hvað vöflur eru, kattatungur og hvort tveggja. Svo held ég að oft sé undir hælinn lagt hvort fréttamenn sem setja fréttatilkynningar óbreyttar á vefinn skilji þær sjálfir.

Afsakið ef ég virka yfirlætisleg.

Berglind Steinsdóttir, 7.4.2021 kl. 23:27

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þú hefur nokkuð til þíns máls.

Lögfræðin er mjög hugtakabundin og þegar lögfræðingar tala saman skilja þeir þau hugtök en það skilar sér svo misvel í fjölmiðlum.

Guðmundur Ásgeirsson, 7.4.2021 kl. 23:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband