ASÍ gegn Play / Play gegn ASÍ ... eða íslenskt flug eða ekki

Forseti ASÍ og forstjóri Play áttu útvarpsfund í gegnum Sprengisand í gærmorgun. Miðað við málsvörn hvors um sig í þessum þætti mun ég ekki kaupa mér miða með Play á næstunni.

Það er ekki sama hvaðan gott kemur. Ef starfsfólkið fær lúsarlaun liði mér ekki vel með flugmiðann á 20.000. En hvernig er miðaverðinu haldið lágu hjá Wizz og Smart Wings? Íslenskur flugiðnaður er í erfiðri samkeppni. Mig langar nefnilega heldur ekki að kaupa miða með Icelandair sem er með trygga lánalínu frá íslenska ríkinu ef eitthvað fer úrskeiðis. Svo hefur Icelandair margsinnis fellt niður flug í vetur og sameinað öðrum flugleggjum og sent farþega sína landleiðina til annarra landa ef þeir ætla að ná flugi til Íslands með Icelandair.

Hvert er aftur öryggið í því að hafa íslenskt flugfélag versus að hafa það ekki?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband