Eingöngu konur á þingi?

Þessi fyrirsögn trekkti mig inn á viðtalið við Arnar Pétursson:

 

Væri til í að hafa eingöngu konur

á Alþingi nokkur kjörtímabil

 

Arnar ofurhlaupari segir: „Einu sinni réðu karlar öllu. Af hverju eru menn ekki brjálaðir þegar þeir lesa söguna frá 1930? Af hverju fá þeir ekki reiðitilfinningu þá? Þeir fá hana þegar þeir hugsa um 100% konur á þingi, að það sé galið.“

Ég veit ekkert hvort honum er 100% alvara. Ég gæti sem best trúað að hann vildi hrista upp í fólki. En er útilokað að 63 konur væru besta val á Alþingi í 12-16 ár meðan verið er að rétta hallann?

Ég er aðeins málkunnug Arnari og veit að hann kemur úr réttsýnni baráttufjölskyldu. Hann býðst í raun til að stíga til hliðar og eftirláta mömmu sinni og systur sviðið.

Þessi hluti viðtalsins hefst eftir rúman klukkutíma.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband