Fimmtudagur, 27. maí 2021
Hver eru þá launin í ferðaþjónustunni?
Fyrirtækjum í ferðaþjónustu tekst víst ekki að ráða til sín fólk. Það kom fram í Kastljósi kvöldins og ég sá það líka á löngum þræði á Facebook-síðu sem er kölluð Bakland ferðaþjónustunnar.
Ég get sagt það einu sinni enn að laun leiðsögumanna eru frámunalega lág og hafa verið lengi. Hæsta dagtaxtagjald er 2.530 kr. og mörg ferðaþjónustufyrirtæki þykjast ekki geta boðið betur. Samt á leiðsögumaðurinn að fræða og skemmta, hugga og stumra yfir fólki ef eitthvað er að og í langferðum er hann í raun alltaf til staðar. Ég var leiðsögumaður í 13 sumur en hætti 2013 þegar innviðirnir sprungu framan í okkur.
Ef ekki tekst að manna störfin núna þrátt fyrir mikið atvinnuleysi verð ég að spyrja: Hvað eru ferðaþjónustufyrirtæki að bjóða í laun fyrir vinnuframlagið? Ef þau eru ánægð með sig hljóta þau að geta svarað því.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.