Sunnudagur, 30. maí 2021
Ljótu hálfvitarnir
Vá! Ég horfði á heimildarmyndina um Ljótu hálfvitana níu á RÚV í fyrrakvöld. Þeir semja og spila af ástríðu, metnaði og brjálaðri spilagleði. Ég er svo lánsöm að þekkja sex þeirra í gegnum leikfélagið Hugleik sem ég dandalaðist með í sjö ár og hefur markað mig fyrir lífstíð. Ég var reyndar upptekin í fyrrakvöld þannig að ég horfði ekki fyrr en í gær og ég hugsa að ég horfi aftur á bæði heimildarmyndina og tónleikana frá 2019 áður en tíminn rennur út eftir þrjá mánuði.
Og svo er myndin í línulegri dagskrá núna kl. 15:20.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.