Borgarbókasafn svarar ákalli mínu

Ég skrapp á bókasafnið í hádeginu og sá að búið er að setja upp sjálfsafgreiðslu í aðalsafninu, veit ekki með önnur útibú. Gleðitilfinning ógurleg hríslaðist um mitt sjálfbjarga geð. Ég neita að kalla þetta félagsfælni en mikið óskaplega hefur mér leiðst að bíða í röð til þess eins að láta einhvern annan mynda bækurnar sem ég tek til láns.

Og nú verða bókasafnsferðir mínar áreiðanlega enn tíðari.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: María Kristjánsdóttir

Saknarðu þá ekki þess að geta talað við skemmtilega fólkið sem vinnur á  Borgarbókarsafninu?

María Kristjánsdóttir, 31.5.2007 kl. 12:23

2 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Ég velti því fyrir mér - en í reynd hefur afgreiðslan mest gengið út á að bjóða góðan daginn. Er ekki einmitt núna meiri möguleiki fyrir starfsfólkið að sinna sérþjónustu, hjálpa við leit og þess háttar? Varla á að fækka, það hefur ekki verið ofmannað hingað til. Ég sé bara tækifæri í þessu!

Berglind Steinsdóttir, 31.5.2007 kl. 12:38

3 Smámynd: svavs

til hamingju frænka. þetta er eitthvað sem við verðum að halda uppá...

 það er OFT búið að kenna mér á þetta sjálfsafgreiðslusístem en nú er ég alveg á röndinni. Veit ekkert í minn litla sæta haus. Eða er þetta eitthvað að kunna? Skýrir þetta sig ekki sjálft? Eða hvað?

svavs, 31.5.2007 kl. 14:27

4 identicon

Þú kemur greinilega ekki á rétt bókasafn.  Ég myndi spjalla við þig!

Bókavörður (IP-tala skráð) 1.6.2007 kl. 14:45

5 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Ég sé á IP-tölunni að ég þarf að leggja leið mína í Þjóðarbókhlöðuna.

Berglind Steinsdóttir, 3.6.2007 kl. 10:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband