Vanskil á Landsbókasafni

Þetta er klassísk vandlætingarfærsla.

Ég skrifaði ritgerð í fyrrasumar og fékk á þeirri vegferð lánaðar nokkrar bækur á Landsbókasafninu. Ég framlengdi í einhver skipti af því að ferlið tók mig lengri tíma en ég áætlaði. Svo skilaði ég loksins bókunum og þá var komið Covid þannig að ég skildi þær eftir í kassa í anddyrinu. Svo leið einhver tími og ég fékk tölvupóst um vanskil á einni bók. 

Ég kannaðist við að hafa fengið bókina og eins og maður gerir fékk ég efasemdir um sjálfa mig og sneri öllu við til að finna bókina þótt ég eigi alls ekki vanda til að týna neinu nema vettlingum. Ég fann ekki bókina enda er ég 95% viss um að hafa skilað henni, en ég sendi póst og baðst afsökunar á að finna hana ekki og spurði hvort ég gæti ekki fengið að borga hana bara. Þá var skilafresturinn framlengdur hjá mér, tvívegis án þess að ég bæði neitt um það, og svo fékk ég tölvupóst um vanskil þegar sá frestur var liðinn. 

Ég sagði enn að ég fyndi ekki bókina en ef öll ryk hnigju til þess að ég hefði ekki skilað henni þætti mér eðlilegt að ég yrði rukkuð.

Tveimur dögum seinna, í gær, fékk ég tölvupóst með greiðsluupplýsingum og afsökunarbeiðni um hversu seint safnið svaraði (engin mannanöfn í póstunum). Ég borgaði strax og er bara fegin að málið sé úr heiminum þótt ég líti svo á að ég hafi verið að styrkja safnið um 8.000 kr. (engin sérstök eftirsjá í peningnum). 

Nei! Í dag fékk ég snigilpóst með hótun um innheimtu.

Mér er engin vorkunn, engin, en mig grunar að þetta sé algengt. Fólk er rukkað, það gerir grein fyrir sér, gerir upp og fær svo innheimturukkun með hótunum. 

vanskil 11. júní 2021


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband