Sunnudagur, 20. júní 2021
Bensínverð
Ég á bíl en keyri lítið og kaupi mjög sjaldan bensín. Í vikunni keypti ég bensín og sá að lítraverðið var komið í 234,60 kr. Síðast þegar ég keypti bensín þar á undan kostaði lítrinn 205,40 kr. (28. mars) og þar á undan 185,50 (11. september 2020).
Ef ég ætla að vera á bensínbíl hef ég lítið val vegna þess að bensínsölurnar eru ekki í samkeppni.
Ef ég vil skipta yfir í annað eldsneyti þarf ég fyrst að losa mig við bílinn minn sem er árgerð 2005.
Mér finnst að ég eigi að keyra bílinn út. Varla getur verið skynsamlegt að pressa vel nothæfan bíl þótt hann sé orðinn 16 ára.
Mikið djö vildi ég óska þess að hér væru almenningssamgöngur sem þjónuðu fólkinu sem vill nota þær.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.