Sænskir lögguþættir

RÚV er með í spilaranum sínum lögguþætti sem gerast í Malmö. Ég man að einu sinni þótti (mér) allt sænskt sjónvarp vera um vandamál, erfiðleika og leiðindi. Þessir þættir eru um lausnir. Þeir eru um lögreglufólk sem dílar við erfið mál en líka skemmtileg, um fólk sem er sérlega miklar manneskjur.

Hver þáttur er klukkutími þannig að ég réð aldrei við að horfa á meira en einn þátt í einu þangað til í kvöld að ég horfði á síðustu tvo, já, á sólskinsbjörtu síðkvöldi.

Og mér fannst besti þátturinn sá níundi og næstsíðasti, þátturinn sem sýndi svo glögglega vanda Magnúsar gagnvart foreldrum sínum og systur. Aðallega samt föður sínum. Ég fékk hnút í tilfinningarnar og vitsmunina yfir þeim þætti umfram hina. Þar var sko sýnt en ekki sagt, eins og Njörður P. Njarðvík lagði svo mikla áherslu á þegar ég tók ritlistaráfangana hjá honum forðum daga.

Þunna, bláa strikið er í spilaranum fram í apríl á næsta ári þannig að þið hafið nægan tíma til að horfa og ég skora á ykkur að athuga hvort ég hef eitthvað til míns máls.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband