Mánudagur, 5. júlí 2021
Þolandi og gerandi
Ég er enginn sérstakur þolandi og ég vona að ég sé ekki gerandi. Ég er vel miðaldra og hef komist klakklaust frá ágjöf lífsins. Þessi pæling mín kviknar auðvitað í kjölfar umræðu um brekkusönginn í Eyjum.
En þótt ég sé ljónheppin á ég samt bróður sem kom illa fram við mig og okkur flest í fjölskyldunni. Ég bloggaði nokkrum sinnum um hann og fannst það óþægilegt í hvert skipti af því að það er aldrei hægt að segja alla söguna og líka af því að á einhvern undarlegan hátt finnur maður alltaf sök hjá sjálfum sér líka.
Af hverju lánaði ég bróður mínum SJÖ MILLJÓNIR KRÓNA? En þótt ég hafi verið of greiðvikin við hann á ég ekki sök á því að hann ætlar að stela af mér peningunum sem ég lánaði honum.
Já við láni var ekki já við gjöf eða ráni. Yfirfærið að vild á aðra misnotkun.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.