Stytting vinnuvikunnar nauðsynleg

Í mörg ár hef ég talað um að í sérhæfðum skrifstofustörfum sé leikur einn að stytta vinnuvikuna í krafti tækniframfara. Ég man að vísu ekki eftir að hafa verið í skóla á laugardögum en ég þykist muna að bankar hafi haft opið til hádegis á laugardögum. Nú förum við bara sjálf í heimabankann hvenær sem okkur þóknast.

Vinnuvikan var stytt úr 44 í 40 stundir árið 1972. Í millitíðinni hefur internetið komið til skjalanna sem þýðir að ýmis verk vinnast til muna hraðar en áður. Ég man þegar ég lærði að hengja skjal við tölvupóst og ég fann strax hvað það sparaði mér mikinn tíma. Þegar ég vann hjá Alþingi innleiddum við talgreini sem forskrifar ræður þingmanna. Það sparar ótrúlegan helling af tíma.

En mörg störf fela í sér sterka viðveru, alls kyns störf á spítölum og við umönnun. Og lögreglan er líka í bindandi starfi. Þegar vinnuvika lögreglumanna er stytt þarf að ráða nýjan mannskap til að fylla mönnunargatið.

Í vor var blásið í lúðra og tilkynnt um tilurð 7.000 nýrra starfa. Ég veit að ekki getur hver sem er orðið lögreglumaður en væri ekki nær að mennta fólk til lögreglustarfa og ráða það fólk svo í þau störf sem þarf að manna frekar en að búa til einhverjar holur fyrir fólk á söfnum sem þurfa ekki að ráða fólk?

Vinsamlegast.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband