Sunnudagur, 11. júlí 2021
Rafrænar orðabækur
Þykkt rafrænna orðabóka skiptir nú eiginlega engu máli.
Ég var að lesa um sjálfboðaliðastarf manna sem ætla að ögra Snöru og bæta hana í leiðinni. Ég nota Snöru en skil ekki - ég skil alls ekki - af hverju hún er ekki ókeypis og aðgengileg öllum.
Við hömumst við að tala um að við þurfum að standa vörð um móðurmálið en reynum svo að fella fólk sem leitar að leið að markinu.
Og eins og einhver sagði er líka hægur leikur að hafa ítarlegar skýringar á netinu, það er ekkert að fyllast þannig að við höfum einmitt pláss þar.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.