Miðvikudagur, 14. júlí 2021
RÚV stendur sig
Ég kláraði í gær hina æsispennandi sænsku spennuþáttaröð Snjóenglar. Ekkert er þar ofsagt og áhorfendum eftirlátið að reyna sig við raunhæft verkefni. Var glæpur framinn? Virkar kerfið eða er kerfið stofnun í sjálfu sér og fyrir sjálft sig? Skiptir ásýndin meira máli en að rétta fólki í neyð hjálparhönd ef það kostar að fara ögn á svig við ströngustu reglur?
Endirinn kom á óvart. Mæli með þáttunum, þótt ekki væri fyrir annað en hið undursamlega tungumál. Svo er stórkostlegur kostur að hafa ekki séð leikarana í annarri hverri mynd síðustu 30 árin.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.