Nöfnin á stoppistöðvum Strætós

Ég held að það geti verið góð hugmynd að skipta um nöfn á stoppistöðvunum, t.d. að breyta Langholtsvegi/Holtavegi í Langholtsskóla sem er skýrt kennileiti en sem enginn hagsmunaaðili græðir sérstaklega á, svo sem eins og hægt væri að túlka ef maður veldi að skrifa nafnið á sjoppunni sem er á næsta horni við.

Fyrir mörgum árum sendi ég hins vegar einum borgarfulltrúa hugmynd sem mér finnst enn fantagóð, sem sagt að hafa númer vagnanna sem stoppa á hverri stoppistöð mjög stór þannig að bílstjórar sem keyra framhjá sömu stoppistöðinni tvisvar á dag eða oftar meðtaki smátt og smátt þær leiðir sem liggja um hverfin sem þeir keyra. Þá er ég að meina fólkið í einkabílunum sínum. Þegar ég hjóla framhjá strætóskýlunum reyni ég stundum að sjá á ferð hvaða vagnar stoppa hvar en það er ekki séns. Ég er enn þeirrar skoðunar að ef fólk sæi að t.d. leið 13 stoppi bæði fyrir utan heimilið og vinnustaðinn geti það orðið til þess að viðkomandi fari að nota almenningssamgöngur.

Fullmikil bjartsýni?

Borgarfulltrúinn svaraði mér og fannst hugmyndin góð (í svarinu) en ekkert hefur þokast í þessa átt. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Helgi Hóseason stóð jafnan með skilti á horni Langholts og Holtavegar,þótt ekki væri ég uppnumin af kröfum hans,þá fannst mér hann eitthvað svo umkomulaus.

Helga Kristjánsdóttir, 16.7.2021 kl. 00:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband