Mánudagur, 9. ágúst 2021
Aðskilnaðarkvíði vegna Ólympíuleikanna
Nú eru þeir búnir! Næstu sumar-Ólympíuleikar verða í London eftir þrjú ár og ég efast stórkostlega um að ég fylgist með þeim þá, en djö sem þessir leikar hittu í mark hjá mér. Ingólfur Hannesson sagði líka í síðasta samantektarþættinum að þessir leikar hefðu verið óvenjulega góðir og hann ætti að vita það.
Þegar ég skoða nálægustu fortíð sé ég að yfirleitt hef ég verið á fjöllum á þessum tíma árs, þ.e. þegar Ólympíuleikarnir eru, og ef allt fer að óskum verð ég sjónvarpslaus sumarið 2024 ... nema náttúrlega nú er sjónvarpið í símanum sem er alltaf meðferðis.
Nú byrjar nýr kafli í lífsbókinni og ég er þrátt fyrir allar yfirlýsingarnar með hroll við tilhugsunina um að leikunum sé lokið. Toppurinn á toppnum var maraþonhlaup sem Arnar Pétursson og Snorri Björnsson lýstu af miklum myndugleik um helgina. Ég hef hlaupið heilt maraþon en ég lærði helling af því að fylgjast með í tvo tíma.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.