Covid-kvíði?

Ég hef það fyrir satt að fjölmiðlar á t.d. Spáni séu ekki með Covid-fréttir fremstar í öllum fréttatímum. Getur verið að þessi sífelldi fréttaflutningur hér auki á kvíðann hjá þessum fjórðungi sem er illa haldinn? Ég er óttalegur fréttasjúklingur en ég er næstum farin að kveikja á fréttunum löngu eftir að þær byrja, þetta eru svo miklar endurtekningar.

Þegar ég var að alast upp voru alltaf aflatölur fyrsta frétt. Er þetta tilhneiging til einsleitni? Ég er bara að velta þessu fyrir mér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ég ólst upp við að heyra alltaf í útvarpsfréttum nákvæma staðsetningu allra skipa í flota Eimskipafélagsins víðsvegar um heim.

Guðmundur Ásgeirsson, 11.8.2021 kl. 00:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband