Upplýsingar um skatta

Þegar ég les um opinbera skattheimtu umtalaða fólksins hef ég hugsað: Já, hann er svona tekjuhár. Gott að þetta skuli allt gefið upp.

Ég er svona einföld að ég hef hvorki áhuga né ástæðu til að öfunda tekjuháa fólkið. Ég skil reyndar alls ekki hvernig nokkur getur verið með - og varið - launatekjur upp á 5 milljónir á mánuði. Hvað getur viðkomandi gert til að verðskulda 7.000 kr. á tímann allan sólarhringinn, líka meðan hann sefur?

Fólk fær tilfallandi háar tekjur þegar það selur fyrirtæki en einhverjir eru með háar tekjur - og háar skattgreiðslur - ár eftir ár. Ég skil það ekki og skil alls ekki þann markað sem lætur það viðgangast.

En upplýsingarnar sem ég fagna, gagnsæið og vitundin - það er ekki endilega mikið að marka þetta. Til hvers er þá verið að tína í okkur tekju- og skattaupplýsingar?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband