Halla Gunnarsdóttir

Ég man þegar Halla Gunnarsdóttir gaf kost á sér til formennsku KSÍ. Ég þurfti að fletta upp hvenær það hefði verið en ég man vel hvernig mér leið með það. Ég vissi að hún myndi tapa. Hún vissi örugglega að hún myndi tapa. 

Ég vildi að hún ynni en ég vissi að hún myndi tapa af því að menningin var alveg þekkt. Hin eitraða karlmennska var alveg þekkt og ég hélt að maður gæti engu breytt. Og tíminn var heldur ekki kominn.

Halla fékk þrjú atkvæði, Jafet Ólafsson 29 og Geir Þorsteinsson 86. Hver kýs aftur formann KSÍ? Eru það stjórnarmenn? Íþróttafréttamenn? Ætli það fólk hafi verið ánægt með valið á honum árið 2009 þegar 8 milljónir höfðu verið dregnar af korti KSÍ fyrir prívatflipp formannsins?

Hvernig brást núverandi framkvæmdastjóri KSÍ (starfsmaður til 27 ára) þá við? Ég finn ekkert um það en ég man ekki betur en að hún hafi stutt formanninn sinn. 

Mikið held ég að „klefinn“ hefði breyst ef Halla eða formaður af hennar tagi hefði fengið kosningu árið 2007 en ekki sá sem varð fyrir valinu.

Hvaða fólk kaus hann?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband