Landsliðsþjálfarinn tvístígandi

Ég hef horft á fótbolta (í sjónvarpi), argað af spennu, klappað og húhhað. Ég hef hrifist af ákafa, þrautseigju, góðu spileríi, fallegu marki og fallegri markvörslu. Ég get alveg skilið að fótboltaspil og fótboltaáhorf sé líf einhverra og að ekkert annað komist að. Ég get alveg skilið að þeir sem hafa lifibrauð sitt af fótbolta hringsnúist um hann.

Ég get líka skilið þegar landsliðsþjálfari íslenska liðsins segir að hann væri vondur þjálfari ef hann ætlaðist til að leikmennirnir yrðu með fullan fókus fyrir leikinn annað kvöld. En þá skil ég alls ekkert í blaðamannafundinum þar sem landsliðsþjálfarinn sneri við blaðinu. Kannski hangir þetta saman við skilning hans á því að leikmennirnir vilji ekki tjá sig um meint kynferðisofbeldi félaga sinna vegna þess að þeir segi kannski vitlaus(t) orð. 

Lífið heldur áfram og ekkert okkar getur bjargað öllum heiminum, en getum við ekki öll verið sammála um að vera á móti ofbeldi? Getum við ekki öll staðið með þolendum? Lítur liðið kannski svo á að það sé þolandinn? Eru það orðin sem liðið óttast að missa út úr sér?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband