Alls ekki munnskol

Ég hef því miður þurft að fara oft til tannlæknis um ævina. Samt hef ég ekki meðtekið fyrr en núna, eftir að hafa heyrt tannlækni segja það í útvarpinu, að munnskol gerir ekkert fyrir tannhirðuna, munnskol gefur manni bara ferskan andardrátt. Rétt notaður tannþráður er hins vegar mikilvægur fyrir tannheilsuna.

Svo sagði tannlæknirinn líka annað - hún ráðleggur okkur að skola ekki munninn með vatni eftir burstun heldur eigi maður að leyfa tannkreminu að liggja utan á tönnunum.

Ég nefni þetta svona ef einhver ætti eftir að meðtaka sannleikann. tongue-out

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Þarf að fá eitt "innplakk" og tvær tennur þetta mun kosta mig 900 hundruð þúsund en ríka "ríkið" ætlar að koma á móts við mig og borg heilar 60 þúsund krónur. 

Sigurður I B Guðmundsson, 3.9.2021 kl. 15:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband