Fimmtudagur, 2. september 2021
Alls ekki munnskol
Ég hef því miður þurft að fara oft til tannlæknis um ævina. Samt hef ég ekki meðtekið fyrr en núna, eftir að hafa heyrt tannlækni segja það í útvarpinu, að munnskol gerir ekkert fyrir tannhirðuna, munnskol gefur manni bara ferskan andardrátt. Rétt notaður tannþráður er hins vegar mikilvægur fyrir tannheilsuna.
Svo sagði tannlæknirinn líka annað - hún ráðleggur okkur að skola ekki munninn með vatni eftir burstun heldur eigi maður að leyfa tannkreminu að liggja utan á tönnunum.
Ég nefni þetta svona ef einhver ætti eftir að meðtaka sannleikann.
Athugasemdir
Þarf að fá eitt "innplakk" og tvær tennur þetta mun kosta mig 900 hundruð þúsund en ríka "ríkið" ætlar að koma á móts við mig og borg heilar 60 þúsund krónur.
Sigurður I B Guðmundsson, 3.9.2021 kl. 15:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.