Þöggun ... eða ekki

Fótbolti.net segir mér þetta:

Breska sjónvarpsstöðin ITV sakar stuðningsmenn ungverska landsliðsins um kynþáttafordóma í leik Englands og Ungverjalands í Búdapest í kvöld en enska knattspyrnusambandið ætlar að láta UEFA rannsaka málið frekar og hefur sambandið sent frá sér yfirlýsingu.

Mogginn segir mér þetta:

Jor­d­an Tor­un­arigha, varn­ar­maður þýska Ólymp­íuliðsins í knatt­spyrnu, varð fyr­ir kynþátta­for­dóm­um í æf­inga­leik liðsins gegn Hond­úras í morg­un.

Hann og all­ir leik­menn þýska liðsins gengu af þeim sök­um af velli þegar fimm mín­út­ur voru eft­ir af leikn­um í stöðunni 1:1. Hlé var gert á leikn­um um stund áður en hann var svo flautaður af án þess að all­ur leiktím­inn hafi verið leik­inn.

Ég dreg þá ályktun að menn vilji ekki líða kynþáttafordóma (nema þeir sem ástunda þá). Það er frábært og vonandi mikilvægt skref í að uppræta þá.

Hvernig má það vera að baulað sé á mann fyrir það að líta öðruvísi út en einhver annar? Og hvernig má það vera að nokkur sómakær einstaklingur líði það að fólk sé beitt ofbeldi? Af hverju finnst ekki öllum sómakærum sjálfsagt að fordæma ofbeldi af öllu tagi?

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Já, og KSÍ sendi fulltrúa á ráðstefnu gegn kynþáttafordómum 2006:

Í vikunni sækir Klara Bjartmarz, skrifstofustjóri KSÍ, ráðstefnu á vegum UEFA sem ber yfirskriftina "Sameinuð gegn kynþáttafordómum" ("United Against Racism"). 

Ráðstefnan, sem er liður í baráttu UEFA gegn kynþáttafordómum í knattspyrnu, fer fram í Barcelona á Spáni og taka um 250 manns þátt - fulltrúar knattspyrnusambanda í Evrópu, fyrrverandi og núverandi toppleikmenn, þjálfarar og fulltrúar hinna ýmsu samtaka og stofnana.

Berglind Steinsdóttir, 3.9.2021 kl. 20:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband