Deilihagkerfið

Það er svo grátlegt að við skulum eiga svona marga bíla. Ég á bíl sem ég nota lítið en finnst gott að hafa einu sinni í mánuði eða svo. Ég keypti hann fyrst og fremst til að snattast með mömmu og pabba en nú eru þau bæði fallin frá. Bíllinn er of gamall til að það taki því að selja hann þannig að ég reikna með að keyra hann út.

Í dag vorum við þrjár vinkonur í hverfinu á kaffihúsi. Ein seldi bílinn sinn í sumar og er að velta fyrir sér hvort hún eigi nokkuð að fá sér nýjan bíl. En hún er í golfi og á gönguskíðum og þær sem hún heldur mest hópinn með í þeim íþróttum búa ekki nálægt henni þannig að þær geta ekki orðið samferða. Ég sagði að hún mætti fá minn bíl hvenær sem er (næstum) og þessi þriðja bauð sinn líka fram. En það væri miklu þægilegra ef svo og svo margir bílar á svo og svo marga íbúa væru til skiptanna og maður myndi bara leggja inn pöntun fyrir ákveðna daga og geta svo gengið að vel umgengnum bíl. Hvert skipti myndi sjálfsagt kosta eins og að taka leigubíl en kostnaður yfir árið myndi snarlækka hjá þeim sem nota bíl lítið.

En þetta kerfi hentar ekki bílaframleiðendum og ekki heldur bensínsölum og það eru hagsmunahóparnir sem halda okkur í kyrrstöðunni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband