Rafræn kosning

Einu haldbæru rökin gegn því að taka upp rafræna kosningu eru þau að ekki allir geta kosið rafrænt, eru t.d. ekki með tölvu heima hjá sér. Sá hópur er hins vegar minnkandi því að mig grunar að hann tengist aldri.

Ég sá viðtal í gærkvöldi við manninn sem ætlaði að keyra með atkvæðin frá Ísafirði í Borgarnes, fínt viðtal. Hann sagðist njóta ferðalagsins á fjögurra ára fresti og vonaðist til að ekki yrði farið að kjósa rafrænt svo hann missti þetta ekki. Ég er 99% viss um að hann var að grínast (þótt akstursstundin geti vissulega verið notaleg) vegna þess að hagræðið af því að niðurstaða atkvæðagreiðslu liggi fyrir fljótlega eftir að kjörstöðum er lokað, þ.e. þá bara í tíma en ekki rúmi, er augljóst. Þetta árið hefðum við þá t.d. ekki ranglega sent þau skilaboð til umheimsins að konur væru í meiri hluta nýkjörins þings.

Það sýður svolítið á mér við tilhugsunina um að hafna þessum augljósum tækniframförum. Samt horfði ég á kosningasjónvarpið langt fram yfir miðnætti mér til óblandinnar ... skemmtunar. Ég fórna bara þeirri skemmtun og finn mér annað skemmtilegt að gera í staðinn.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband