Að borga skatta eða ekki

Tvítari spurði þessarar spurningar: 

Ef að þið gætuð sleppt því að borga skatta en jafnframt missa allt sem skattarnir greiða... mynduð þið?

Stutta svarið mitt er: Nei, ég trúi á samfélag og samneyslu. Hins vegar finnst mér að við gætum gert ýmislegt betur, upprætt spillingu og jafnað kjör. Ef við værum með borgaralaun þyrfti enginn örorku og atvinnuleysisbætur og þá væri hægt að nota starfskrafta fólks hjá Tryggingastofnun betur.

Ég hef að vísu aldrei sjálf þurft að sækja neitt til Tryggingastofnunar eða Vinnumálastofnunar en hef heyrt nógu margar sögur af því að fólk sem hefur hálfan handlegg þurfi að fara reglulega til að sanna að hann hafi ekki vaxið á og að Vinnumálastofnun haldi meint námskeið til að endurhæfa fólk en brýtur það niður. Því miður hef ég ástæðu til að trúa þessum sögum. Ég trúi hins vegar á að leyfa fólki að gera það sem það getur. Í öllum kerfum eru glufur og alltaf verður til fólk sem nýtir sér glufurnar en ég held að við eigum að trúa á að fólk vilji vel og svo eigum við frekar að hjálpa fólki til sjálfshjálpar.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ég væri alveg til að sleppa slatta af óþörfum ríkisútgjöldum, en eins og spurningin er sett fram er ekkert val heldur allt eða ekkert.

Guðmundur Ásgeirsson, 3.10.2021 kl. 16:54

2 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Ég skildi spurninguna meira almennt. Ég verð mér æ meðvitaðri um alla samneysluna sem á að borga með sköttum, en ég er sammála þér um það sem ég held að þú sért að meina, að gæluverkefni mættu víkja. Svo mætti fara betur með alls kyns verðmæti, land sem fer undir bensínstöðvar, pappír sem er sendur á eftir tölvupóstum og mannauð þegar fólk er látið bíða von úr viti.

Berglind Steinsdóttir, 3.10.2021 kl. 22:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband