Föstudagur, 8. október 2021
8. október
Ég á marga afmælisdaga, var áður mikið afmælisbarn en nú orðið nægir mér mestmegnis að hugsa hlýlega til daganna. Ég á fæðingarafmæli eftir þrjár vikur en í dag á ég starfsafmæli. Að vísu hætti ég í þeirri vinnu fyrir rúmu ári eftir tæp 19 ár - sjálfviljug - en fór þaðan með frábærar minningar og fullt farteski af marktækri starfsreynslu.
Það vottar alveg fyrir trega þótt ég sé ánægð þar sem ég er niðurkomin í dag. Kannski er þetta aldurinn ... eða kannski bara græðgi - ég vil vera alls staðar!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.