Sunnudagur, 31. október 2021
Skortflugferðablæti
Heimurinn er í umhverfisvoða, bróðir minn (71) orðinn vegan af því að tvítug dóttir hans hefur áhyggjur með obbanum af sinni kynslóð, slagurinn við plast og aðrar óþarfar umbúðir heldur áfram ... og 50 manna sendinefnd FLÝGUR frá Íslandi á umhverfisráðstefnu.
Það er ekki hægt að taka mark á stjórnmálamönnum samtímans ef þeir ætla ekki neitt að nýta sér af lærdómi síðustu ára.
Ég er hrifin af sól og hita og ég minnist hinna þungu vetra æsku minnar með hrolli en ef við spyrnum ekki við fótum verðum við öll umflotin vatni innan tíðar. Við verðum að sýna ábyrgð og hætta að skjótast á flugvélum út um hvippinn og hvappinn af því að okkur finnst við taka okkur svo vel út á mynd með fyrirmennum.
Ég ætla ekki að hætta að fljúga en ég er til í að fækka ferðum og lengja dvölina í hvert skipti.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.