Þriðjudagur, 9. nóvember 2021
Hroki og forgengileiki
Ég held að ég verði á endanum að fá mér áskrift að Viaplay. Nú var ég að enda við að horfa á frábæra norska seríu, Stolthet og forfall. Merethe er hjúkrunarfræðingur í litlum, norskum bæ þar sem allir þekkja alla og flestir vita allt um alla. Eða þeim finnst það. Eða þeim finnst að þeir eigi að vita það. Merethe gengst upp í almenningsálitinu og hleypur stundum á sig. Almáttugur, hvað það er stundum vandræðalegt en líka hrikalega fyndið.
Ég þekkti engan af leikurunum og skemmti mér konunglega í litlum skömmtum. Og þá má ekki sleppa því að nefna hina hljómfögru norsku. Mæli innilega með þessum kósíheitum.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.