Miðvikudagur, 10. nóvember 2021
Ég trúi
Ég skráði mig úr þjóðkirkjunni fyrir löngu. Mér ofbauð skinhelgin og sjálfgræðgin eða þannig komu sumir prestar mér fyrir sjónir, skinheilagir og gráðugir. Ég segi eins og Siggeir sagði á Bylgjunni í gærmorgun, ég er sannfærð um að margir prestar vinna gott verk fyrir þá sem vilja fá þjónustu þeirra, en alls konar spilling hefur líka þrifist í guðshúsunum.
Og þótt við vildum hafa presta í vinnu hjá þjóðinni er verðmiðinn alveg fráleitur.
Ef ég þarf þjónustu prests við að hola mér niður í fyllingu tímans er ég borgunarmaður fyrir því. En hef ég eitthvert val? Er þetta kannski einokun? Má einhver annar jarða mig?
Það eru ótal þættir í samneyslunni sem ég tek glöð þátt í að borga með sköttunum mínum. Nærtækt er að nefna heilbrigðiskerfið, menntakerfið og vegakerfið. En þeir sem þurfa sálfræðing - frekar en prest - skulu gjöra svo vel að borga um 18.000 krónur fyrir heimsóknina.
Nei, nú þarf að standa í ístaðinu og tryggja að lágmarki - að lágmarki - að grefils kirkjujarðasamkomulagið verði ekki endurnýjað þegar það rennur sitt skeið 2034. Ég gæti næstum hugsað mér að lofa að kjósa þann flokk sem hefur það eina mál á stefnuskrá sinni.
Athugasemdir
Góð byrjun. Næst skráir þú þig úr Sósíalismanum. ;)
Guðjón E. Hreinberg, 10.11.2021 kl. 23:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.