Efling

Ég þekki ekkert til í Eflingu frekar en obbinn, held ég, af hinum sem hafa tjáð sig. Þess vegna ætla ég að tjá mig óskaplega óbeint með 20 ára sögu frá sjálfri mér sem ég er nýlega búin að rifja upp. Ég skrifa almennt, margir munu geta getið sér til um hvar þetta var og það er mér að meinalausu en ég ætla ekki að skrifa nöfn í þessa færslu:

Árið 2000 átti ég í stríði við myndhöggvara sem skemmdi fyrir menningarstarfi bæjarfélags. Ég var embættismaður og hann forstöðumaður listamiðstöðvar í bænum. Reglur giltu um úthlutun dvalar í listamiðstöðinni sem pólitísk nefnd og hann höfðu samið í sameiningu.

Hann fór endalaust á svig við þessar reglur. Ég var yfirmaður hans og fór fram á að við færum eftir reglunum, mætum umsóknir og úthlutuðum plássum á grundvelli þeirra. Allt kom fyrir ekki, hann hleypti vinum sínum inn og guð má vita hvað gerðist þar innan dyra.

Hann kvartaði undan afskiptaseminni í mér og fékk hljómgrunn hjá sumum sveitarstjórnarmönnunum. Umræddur myndhöggvari var með langan starfstíma hjá bænum.

Þetta veit ég, þetta man ég og þessi staðreynd setur ýmislegt í verkalýðsbaráttunni í visst samhengi í mínum augum.

Ég ítreka að ég veit ekkert annað um Eflingarmálið en það sem ég les í blöðunum en ég skoðaði færslu mannsins, sem Sólveig segir að hafi hótað sér ofbeldi, eftir að nýi formaðurinn mun hafa sagt honum upp störfum í vikunni. Hún er svona, fyrir og eftir:

Starfsmaður Eflingar til 27 ára

 

 

 

Af hverju skrifaði hann Ég galt þess að vera íslendingur og karlmaður.“ og af hverju eyddi hann því nokkrum klukkutímum síðar?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband