Rafrænar teikningar

Ég þekki arkitekta sem hafa þurft að prenta út hrikalega stórar teikningar til að fá þær stimplaðar til að geta skilað inn til skipulagsyfirvalda. Við höfum spjallað um óhagræðið af þessu, sóunina, tímann sem tapast, óþörfu ferðirnar og kostnaðinn sem fellur á kúnnann, kostnað upp á einhverjar milljónir í stórum verkefnum. Ég skil ekki af hverju einhver er ekki fyrir löngu búinn að fá þessu breytt. Ég er að sönnu breytingasinni í eðli mínu og þoli síst af öllu meintu rökin: Þetta hefur alltaf verið svona. 

Ég er ekki nógu vel að mér í tæknimálum, kann ekki að forrita eða finna ólöglegar rásir í sjónvarpinu, en ég er alltaf fremst í röðinni þegar talið berst að framförum í tæknimálum sem hafa þær jákvæðu afleiðingar að raðir styttist og ferðum fækki. Mér finnst frábært að afgreiða mig sjálf í búðunum og á bókasafninu, í heimabankanum og að framkalla mínar eigin myndir, að ekki sé minnst á sjálfvirku þvottavélarnar!

Nú hefur borgin loksins stigið það stafræna umbreytingskref að koma teikningum á rafrænt form (sjá 7. lið):

Útboð á verkefninu átak í teikningaskönnun er hluti af stafrænu umbreytingarátaki Reykjavíkurborgar. Með því munu sparast um 4000 heimsóknir árlega í þjónustuver til að sækja eða skoða teikningar. Mikil eftirspurn er eftir teikningum á rafrænu formi. Fyrir nokkrum árum var farið í að skanna aðaluppdrætti og gera aðgengilega á netinu, sem nú er gert jafnóðum. Yfir milljón teikninga eru einungis aðgengilegar á pappírsformi og mikilvægt að koma á stafrænt form. Ávinningurinn af þessu átaksverkefni er ótvíræður fyrir alla notendur; íbúa, fagaðila, borgarstarfsmenn og aðra hagaðila. Mikill tími, kostnaður og mengun munu sparast með auknu aðgengi að þessum teikningum, auk þess sem tryggð er langtímavarðveisla teikninganna.

Óskiljanlega seint en betra er seint en aldrei.

Svo vil ég að borgin fari að nýta raddgreiningu til að skrifa upp fundina eins og farið var að gera af miklum þunga á Alþingi fyrir næstum þremur árum. Hönnunin og aðlögunin kostar eitthvað í byrjun en sparar til lengri tíma peninga og mannauð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það asnalegasta sem hægt er að gera á skrifstofu:

Prenta út tölvugögn til að geta skannað þau inn.

Guðmundur Ásgeirsson, 14.11.2021 kl. 19:39

2 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Satt segirðu - og nú stendur það til bóta.

Berglind Steinsdóttir, 14.11.2021 kl. 19:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband