Ó, Hugleikur

Ég er að tala um leikfélagið mitt, Hugleik, sem er að sönnu tengt teiknaranum. Mér var bent á amatörlega (skárra væri það!) mynd um áhugaleikfélagið sem ég átti sjö góð ár með fyrir ríflega 20 árum og er enn sterkkur hluti af mér.

Ég lék nokkur hlutverk á þessum árum og söng einsöng, laglausa ég. Mikið var þetta frábær tími og góðir vinir sem ég eignaðist þarna.

Myndin sem var einhverra hluta vegna sýnd í dag er í spilara RÚV í þrjá mánuði. Gagnrýnendur voru, og eru kannski enn, hrifnastir af hinum ferska áhugamannablæ og mikilli leikgleði. Leikarar voru ekki síst á sviðinu fyrir sjálfa sig og Sigrún Óskars segist í myndinni hafa orðið mjög hissa þegar ókunnugt fólk mætti á fyrstu sýninguna.

Á mínum tíma voru flestir Hugleikarar utan af landi en ég er alin upp í 104 Reykjavík ...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband