Miðvikudagur, 15. desember 2021
Ritstjórnir
Nú er ég búin að hámhorfa á Pressuna sem RÚV er með í sýningu. Þetta er bresk þáttaröð um ritstjórnir tveggja dagblaða sem bítast um bestu fréttirnar og bestu blaðamennina. Annað blaðið virðist hafa meiri metnað til að segja satt og rétt frá, eins og kveðið er á um í siðareglum blaðamanna, og hitt virðist hafa meiri metnað til að hafa áhrif á atburðarásina. Í lokaþættinum kristallast þessi munur enn frekar. Eina skemmdarverkið mitt hér er að ljóstra upp einu orði: Þjóðaröryggi.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.