Þriðjudagur, 21. desember 2021
Faraldur
Nei, annars, ég hef ekkert að segja um Covid. Samt langar mig að segja að ég hef svo djúpa samúð með þeim sem eru að reyna að halda starfsemi sinni á floti í því kvika ástandi sem ríkir núna. Við ætluðum 10 saman út að borða í hádeginu í dag en vegna hækkandi talna síðustu daga byrjaði að snjóa úr hópnum í gær og svo slógum við þetta af í morgun. Ég sendi veitingastaðnum upplýsingar og fékk svo hlýleg svör að ég mun drífa mig strax og fokkings faraldurinn leyfir.
Þetta bitnar ekkert á mér og mínu fjárhags- og heilsufarsöryggi þannig að ég get látið samúð mína óskipta til þeirra sem á þurfa að halda, já, og svo viðskipti um leið og færi gefst.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.