Fimmtudagur, 23. desember 2021
Takk fyrir visskiptin
Afsakið ef ég skemmi fyrir ykkur jólaauglýsingalesturinn á Bylgjunni. Ég hef ofgnótt af þolinmæði gagnvart auglýsingum og samgleðst fyrirtækjunum sem blómstra í desember. Ég hjóla á milli hverfa með útvarpið í eyrunum og læt mér lynda þótt aðeins sé eitt viðtal og eitt lag innan um hundruð auglýsinga. Áðan gekk þó þolinmæðin til þurrðar þegar auglýsingalesarinn þakkaði fyrir hönd fyrirtækja ítrekað fyrir visskiptin.
Ég vil fá ð-ið mitt til baka!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.