Sunnudagur, 26. desember 2021
Trúðurinn Aðalheiður og jólatónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands
Hvenær er maður orðinn gamall? spurði kynnirinn Aðalheiður (Vala Kristín Eiríksdóttir) á jólatónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands sem voru sýndir á RÚV á aðfangadag. Svar hennar var að það væri þegar maður hætti að undrast það sem lífið byði manni upp á, hætti að sjá hið nýja og verða dolfallinn.
Ég var ekkert að fara að horfa á sjónvarpið eftir hádegi í fyrradag, kveikti bara á sjónvarpsfréttunum kl. 13 - en á eftir þeim kom þessi dásemd sem ég gat ekki slitið mig frá. Og ég er greinilega ekki orðin gömul!
Tónleikarnir voru frábærir, nóg fyrir bæði börn og fullorðna, en kynnirinn var svo sannarlega toppurinn á trénu, stjarnan sem skein skærast, límið sem hélt atburðinum í skorðum, sannur gleðigjafi - og stundum minnti hún mig á Línuna.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.