Mánudagur, 3. janúar 2022
Áramótaskaupið 2021
Það væri eiginlega fljótlegra fyrir mig að telja upp atriðin sem mér þóttu ekki góð en að tíunda þau sem mér þóttu vel heppnuð í áramótaskaupinu. Ég hefði að vísu viljað sjá fleiri pólitísk atriði og aðeins færri um covid en ég held að ég sé í minni hluta þannig að ég geri mig ánægða með hitt af því að atriðin voru fín.
Þau sem hittu allra mest í mark hjá mér voru því pólitísku atriðin: Lilja Alfreðs, Birgir Þórarins, Sigmundur Davíð og Inga Sæland. Freyr Eyjólfsson var óborganlegur Jakob Frímann á hljóðfærinu. Ég hef sérstakt dálæti á Kristínu Þóru Haraldsdóttur og Gunnari Hanssyni. Tónlistaratriðin í upphafi og lokin þóttu mér vel heppnuð. Líka endurgerð á lagi Gagnamagnsins (Halldór Gylfason og Helga Braga Jónsdóttir).
Ég er fyrir löngu búin að átta mig á að mér finnst skaupið betur heppnað ef leikarar eru fleiri, og þá beitur sniðnir að hlutverkunum hverju sinni, en ef þeir eru færri og þurfa þá að bregða sér í hvers manns líki. Hér eru skjáskot af nokkrum góðum atriðum.
Kvíðapróf eða covid-próf?
Einföldu ráðin þegar maður fer til útlanda.
Kristín Þóra líkari Lilju en Lilja sjálf. Og svo kom geggjuð sena úr Brennu-Njálssögu.
Ég þekki ekki þessa fínu leikkonu.
Lífsýnin send sjóleiðis til Danmark - værsågod og mange tak.
Ég þekki að vísu ekki svona geðvonda náttúruhlaupara en atriðið var gott.
Squid Game - við horfum alltaf með kóreska talinu, haha. Veit heldur ekki hvaða fína leikkona þetta er.
Ekki hægt annað en að hlæja að flokksgæðingnum.
Enginn smálistgjörningur.
En fyrirgefið, er ekki árið 1848?
Þið þekkið hann Jakob!
Þið þekkið hann Birgi.
Only Fans!
ÆÐI. Ég entist ekki til að horfa á heilan þátt af Æði í haust en annars er ég mikill aðdáandi þeirra, sem sagt í viðtölum og leiknum auglýsingum.
Og lokalagið var líka æði:
Það er að æra óstöðugan að birta svona mörg skjáskot og mörg aðdáunarupphróp en þýðir samt ekki að mörg önnur atriði hafi ekki verið fín. Skaupið var mjög gott eins og mér finnst yfirleitt.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.