Je suis atvinnulíf

Ég sé fólk skrifa að atvinnulífið megi fokka sér þegar forsvarsmenn Samtaka atvinnulífsins hafa áhyggjur af efnahagslífinu af því að margir séu frá vinnu vegna veikinda, einangrunar eða sóttkvíar.

Ég skil ekki svoleiðis skoðanir. Ég segist „vera atvinnulíf“ en samt vinn ég hjá hinu opinbera. Ég hef hins vegar verið verslunarmaður og leiðsögumaður og svo verktaki við textarýni. En þótt spítali sé rekinn af ríkinu er hann atvinnulíf sem þarf að halda gangandi. Og starfsfólk þar þarf að komast í búðir, með börn á leikskóla, um ruddar eða saltaðar götur. Og ef atvinnulífið „má fokka sér“ hlýtur allt að fara í hægagang og enda síðan með óbilandi kyrrstöðu.

Þess vegna er ég #teamatvinnulíf og skil ekki þá sem sjá og upplifa atvinnulíf og veikindadaga sem svart og hvítt.

Við hljótum að vilja finna milliveg og þræða hann svo.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband