Handboltalandslið karla

Sú var tíðin að ég gat romsað upp úr mér nöfnum landsliðsmanna (karla) í handbolta og jafnvel fótbolta. Í gær horfði ég á spennandi leik íslenska liðsins gegn því portúgalska en nú þekkti ég bara Björgvin Pál og Aron í sjón, þekkti nafnið á Gísla Þorgeiri og lagði Sigvalda og Viktor Gísla á minnið.

Ég veit að ég er ekki ein um að upplifa kynslóðaskiptin.

Í næstu leikjum ætla ég að læra fleiri nöfn, númer og andlit. Það er nú einu sinni mitt sérsvið, a.m.k. í fjallgöngum með mörgum ókunnugum.

Áhorfið framundan kemur í stað allra matarboðanna sem ég ætlaði að halda í janúar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband