Sunnudagur, 16. janúar 2022
Þriðja æviskeiðið
Í minni ætt er langlífi og ég reikna með að verða háöldruð og heilsuhraust. Ég veit að það er ekki á vísan að róa en ég vona að ég verði fjörgömul og, já, heilsuhraust. Eftirlaunaaldur hefst á bilinu 67-70 ára hjá launþegum og eftir það getur maður átt 30 góð ár. En ég ætla ekki að ögra æðri máttarvöldum heldur segja í þriðja sinn, í fullri auðmýkt, að ég vonast til þess. Ég geri auðvitað sitthvað til að auka líkurnar, svo sem að hreyfa mig og umgangast gott og skemmtilegt fólk.
Ein fyrirmynd sem er áhugavert að líta til er Stella í Heydal, nú áttræð og búin að reka ferðaþjónustu við Ísafjarðardjúp síðan hún hóf töku eftirlauna.
Og það er gaman að segja frá því að við í gönguhópnum Veseni og vergangi ætlum um hvítasunnuna að gista í Heydal og ganga yfir Glámu.
Ég sendi ykkur póstkort ...
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.