Mánudagur, 17. janúar 2022
Klíníkin og Orkuhúsið
Ég er búin að vera að bíða eftir þeirri spurningu frá fjölmiðlamönnum hvort heilbrigðisstarfsfólk í einkageiranum sem er núna lánað Landspítalanum fái ríkislaun meðan það er í láni. Segjum að hjúkrunarfræðingur í liðskiptaaðgerðum Klíníkurinnar fengi 1.000.000 kr. á mánuði (algjört gisk) en sambærilegur hjúkrunarfræðingur fengi 600.000 hjá Landspítalanum - heldur sá fyrri milljóninni og borgar þá Klíníkin mismuninn?
Á Twitter sá ég loks örla á þessari spurningu.
Ef 1.000.000 kr. hjúkrunarfræðingurinn heldur sínum launum, hvað finnst þá 600.000 kr. hjúkrunarfræðingnum sem þarf jafnvel að skóla 1.000.000 kr. hjúkrunarfræðinginn og kenna á búnaðinn?
Er boð Klíníkurinnar eins göfugt og húrrahrópin gefa okkur tilefni til að halda?
Með þessum vangaveltum tek ég auðvitað sénsinn að fólk haldi að ég vanþakki boð einkageirans en ég held að atgervisflóttinn á þjóðarspítalanum hangi saman við laun og vinnuálag, já, og kannski ekki nógu góða stjórn spítalans.
Ókei, þetta eru bara vangaveltur, ég þekki ekkert til á LSH ... en einmitt þess vegna væri gott að fá spurningar frá fjölmiðlunum og svör frá þeim sem hafa þau á takteinum.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.