Gervigreind

Ég er mjög hrifin af gervigreindarhugmyndinni og hef góða reynslu af hugbúnaði sem breytir tali í texta. Svo erum við með heimabankana, stafrænu myndavélarnar, sjálfvirka opnara, afgreiðslukassa í búðum og bókasöfnum - og þvottavélar. Og þá upphefst argið hjá mér. Ég á nýja AEG-þvottavél sem tæmdi sig ekki í síðasta þvotti. Ég tók eftir að affallsleiðslan (veit ekkert hvað hún er kölluð) hafði losnað þannig að ég festi hana aftur en þá var andskotinn þegar orðinn laus.

Og nú er ég með blautan þvott í þvottavélinni sem ég get hvorki sett aftur af stað né opnað tromluna til að taka þvottinn út og bara vinda, a.m.k. þangað til ég finn út úr rest.

En uppþvottavélin sem er a.m.k. 10 ára, sennilega 20 ára, malar eins og nýstrokinn köttur. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband