Skatturinn: Framhaldssaga

Ég hef sagst ekki skilja stofnunina Skattinn. Ég vil ekki skulda, ég vil ekki svíkja undan skatti en ég vil að hlutir séu skýrir og verkferlar einfaldir. Ég hugsa að ég eigi mörg skoðanasystkini í þessu.

Í vikunni fékk ég sem sagt langt, þurrt og lagakrækjulegt bréf um að ég hefði vantalið fram verktakatekjur á árinu 2020. Ég skulda skatt af því að ég setti í samtölureit ranga tölu en allar tölurnar að öðru leyti voru réttar. Viðskiptagreindu fólki ætti ekki að verða skotaskuld úr því að leiðrétta það án þess að prenta út langhunda í Vestmannaeyjum og senda fótgangandi í Hlíðarnar, næstu götu við Skattinn á Laugaveginum.

En hvað gerðist í dag?! Ég fékk hnipp frá island.is og þar beið mín þetta tilskrif:

Frá Skattinum 26. janúar 2022

Engar frekari skýringar eru á þessum útborgaða virðisaukaskatti. Ég er ekki í virðisaukaskattsskyldum rekstri, hef hvorki rukkað né greitt virðisaukaskatt. Og vitið þið við hverju ég býst næst? Að eftir ár fái ég harðort bréf frá Skattinum um að ég skuldi 19.794 kr.

Viðbót: Í svefni rifjaðist upp fyrir mér að ég hafði sótt um endurgreiðslu á virðisaukaskatti vegna viðgerðar á bíl 16. nóvember 2021. Í skýringum með innborguninni er ekkert sem bendir á það. Hins vegar er ekki hægt annað en að mæla með Allir vinna - þá fær maður ÓVÆNTAN glaðning tveimur mánuðum seinna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband