Föstudagur, 28. janúar 2022
Miskunnarlausi Samverjinn
Vá, hvað spennumyndin sem RÚV sýndi fyrir hálfum mánuði var spennandi. Mér fannst hún vel leikin og það af leikurum sem ég þekki ekki sem er sérstakur bónus. Náunginn sem myndin hnitast um er forhertur glæpon en um leið með undursamlega bjarta og djarfa ásjónu sem fólk hlýtur að falla fyrir þangað til ysta byrðið flagnar af.
Já, hann er auðvitað siðblindur. Sumt var vissulega ótrúverðugt en á hinn bóginn brást fólk við eins og maður myndi reikna með hjá sjálfum sér. Hver fer ofan í myrkvaðan kjallara í húsi sem hann þekkir ekki og kveikir ekki ljósið? Hvaða smákrimmi fer með mikilvægar upplýsingar til lögreglunnar og reiknar með að sér sé skilyrðislaust trúað?
Nei, það gekk vel upp í myndinni.
Hárin rísa og ef þið eruð fyrir þess háttar smáspennu í einn og hálfan klukkutíma eru enn tveir og hálfur mánuður til stefnu.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.