Sprengisandur í morgun

Ég hlustaði á Sprengisand í morgun. Þar talaði lögmaður um lögfræði.

Útskrifaðir lögfræðingar kunna ekki bara lögin og rétta meðferð, þeir kunna sumir klækjabrögð og breyta vísvitandi rangt eða reyna að hafa óeðlileg áhrif á útkomu mála.

Fyrir tveimur árum skrifaði ég manneskju tölvupóst, sjá mynd. Daginn eftir hringdi í mig lögmaðurinn sem ég vísaði í og hótaði mér málsókn vegna ærumeiðinga út af þessu tveggja manna tali. Ég vissi að ég skuldaði honum ekki neitt og neitaði að segja honum það sem hann vildi vita. Hann gargaði [ekki ofmælt] á mig að ég skyldi hringja í hann daginn eftir og segja honum það sem hann vildi vita. Ég vissi rétt minn en almáttugur, hvað ég fékk mikinn hjartslátt. Ég hringdi ekki til baka og hef sem betur aldrei framar fengið upphringingu frá honum.

lögmaður 2020

 

 

 

 

Ég og þessi lögfræðingur vorum aldrei vinir en þessi manneskja sem fékk póstinn frá mér áframsendi póstinn til lögfræðingsins en svaraði mér aldrei. Ég held að viðkomandi hafi verið heilaþvegin/n af vitsmunum og framkomu lögmannsins.

Ég treysti ekki lögmönnum fyrir það eitt að vera lögmenn. Og af því að þekki fjöldann allan af lögmönnum ætla ég að segja hið sjálfsagða: Margir lögmenn, kannski langflestir, eru gott fólk sem vandar sig í því sem það gerir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband