Þriðjudagur, 22. febrúar 2022
Breytum kirkjum
Ég hélt að sárkristið fólk hreykti sér af umburðarlyndi og kærleika í garð annars fólks. Ég var að lesa í gegnum þráð á Facebook sem hefði líklega afkristnað mig ef ég hefði verið einhverrar sérstakrar guðstrúar. Ég man ekki alveg hvenær ég sagði mig úr þjóðkirkjunni en það var a.m.k. fyrir aldamót og þá var ég búin að vera lengi á leiðinni út af einhverjum meintum þjóni kirkjunnar sem hafði ofboðið mér.
Sagan hefur sýnt að mörg ódæðisverk eru framin í nafni trúar. Mörg stríð hafa verið háð vegna meintrar trúar.
Ég trúi á ýmislegt, m.a. á fyrirgefningu og umburðarlyndi en ég er ekki til í að bjóða hinn vangann ef ég er löðrunguð og mér finnst hreint út sagt einfeldningslegt að horfa í gegnum fingur sér ef einhver manni nákominn t.d. fremur glæp. Ég elska engan skilyrðislaust en ég er alltaf til í að hlusta á rök og meðtaka ef fólk gengst við mistökum og sýnir yfirbót.
Ég vil sem sagt aðskilja ríki og kirkju og mér finnst frábær hugmynd að breyta kirkju í gistiheimili eða einbýlishús eftir atvikum. Þegar ég var á ferð í Dublin endur fyrir löngu hringdi í langlínusímtal úr fyrrverandi skriftaklefa sem búið var að breyta í símaklefa.
Athugasemdir
Meintur þjónn kirkjunnar? Var maðurinn þá að villa á sér heimildir?
Ingibjörg Ingadóttir (IP-tala skráð) 22.2.2022 kl. 20:58
"Breytum kirkjum",það sorglega blasir við okkur kristnum að margir þjóna þeirra sjá sér efnahagslegan hag í að komast til metorða innan hennar. Þar sem ég hef i gegnum árin séð hér á blogginu harðorðar deilur um trúmál vildi ég aðeins minna á þetta,a.m.k.að sinni.
Helga Kristjánsdóttir, 22.2.2022 kl. 23:25
Ingibjörg, ég lít svo á að þjónar geri fólki gott en það á ekki við um þann meinta þjón kirkjunnar sem ég er með í huga. Svo hefur nú orðið meintur verið notað ótæpilega um sakborninga sem bæði eru sannanir um að hafi gert það sem þeim er gefið að sök og hafa játað þannig að kannski er búið að gjaldfella orðið.
Helga, mér sýnist sem við séum sammála þótt ég telji mig ekki kristna. Kristnin á heldur ekki umburðarlyndi og fyrirgefningu.
Berglind Steinsdóttir, 23.2.2022 kl. 18:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.