Að hafna rússneskum vörum?

Ha? Ég sá á einhverjum samfélagsmiðli áðan spurningu um hvaða vörur væru rússneskar svo viðkomandi gæti sniðgengið þær. Ég skil það ekki. Þótt maður fordæmi Pútín, stríð og innrásir er flest rússneskt fólk venjulegir borgarar sem vinna við eitthvað til að afla sér viðurværis. Ég er einmitt líka búin að sjá heilmikla umræðu um að rússneskur almenningur sé einstaklega geðugur og greiðvikinn.

En af hverju sameinast ekki yfirvöld allra landa heims um að taka völdin af Pútín? Hann verður sjötugur í haust og ef hann fær að ráða getur hann vaðið uppi með vondar hugmyndir og vondar ákvarðanir í 20 ár - og svo vitum við líka að síðasta fíflið er ekki fætt.

Er enginn samtakamáttur hjá góðu fólki til að hindra stríð?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Sjálfsagt að sniðganga Rússneskar vörur ef fólki finnst að Rússland hafi gengið of langt (sem mér finnst).

Auðvitað er Rússneskur almenningur upp til hópa gott og geðugt fólk.  En það er einmitt Ukraínskur almenningur sem fær að finna fyrir stefnu þeirra stjórnvalda sem Rússneskur almenningur hefur kosið yfir sig.

Og með því að kaupa Rússneskar vörur þá eflast gjarna þeir Oligarkar sem styðja Putin, því fyrirtækjaeigendur geta fundið fyrir því ef þeir styðja ekki stjórnvöld.

G. Tómas Gunnarsson, 26.2.2022 kl. 00:48

2 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Ókei, það er gott og gilt sjónarmið. 

Berglind Steinsdóttir, 26.2.2022 kl. 09:21

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Í Þýskalandi Hitlers bjó eins og í Rússlandi margt gott og geðugt fólk, þar á meðal gyðingar, en brjálæðingurinn Pútín, forseti Rússlands, heldur því fram að forseti Úkraínu, sem er gyðingur, sé nasisti. cool

En Pútín hagar sér að sjálfsögðu ekki eins og nasisti að eigin áliti.

"Volodymyr Oleksandrovych Zelenskyy [president of Ukraine since 2019] was born to Jewish parents on 25 January 1978."

25.2.2022 (í gær):

Ukraine: What sanctions are being imposed on Russia? - BBC

Þorsteinn Briem, 26.2.2022 kl. 10:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband