Söngvakeppnin

Ég hef meira gaman af töluðu máli en sungnu, en samt hef ég minn tónlistarsmekk. Hann er að sönnu ekki mikill og vitið á tónlist ekki heldur. Þess vegna ómaka ég mig yfirleitt ekki við að horfa á söngvakeppni sjónvarpsins og aðeins á stóru keppnina ef það er einhver sefjun í nærumhverfi mínu.

Í gærkvöldi var ég illa haldin af beinverkjum og kom engu gáfulegu í verk þannig að ég dormaði í sófanum yfir söngvakeppninni. Lögin voru fimm, hvert um sig sirka þrjár mínútur en samt teygði dagskráin sig yfir einn og hálfan klukkutíma. Kynnarnir voru vandræðalegir, alltaf að hvetja fólk til að kjósa þótt aðeins væru komin kannski tvö lög og hoppandi og híandi allan tímann. 

Ég get alveg skilið að þetta sé barnagaman - nei, samt ekki með stöðugum auglýsingahléum - en væri þá ekki nær að hafa þetta efni á barnaefnistíma?

Almennt séð er mér alveg sama hvað er í sjónvarpinu, þetta efni var bara nokkrum númerum of kjánalegt. Beinverkir gætu ekki hlammað mér í sófann aftur um næstu helgi. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband