Hver er þessi Eyþór?

Ég var að lesa úttekt Stundarinnar á aðgerðum lögreglustjórans á Akureyri og niðurstöðu Héraðsdóms - nei, annars, hún er ekki (komin?) á vef dómstólsins.

Á vef rúv.is les ég svo:

Eyþór Þorbergsson, staðgengill lögreglustjórans á Norðurlandi eystra, segir í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu að niðurstaðan verði kærð til Landsréttar.

Þá rifjast snarlega upp hvernig pólitíkin dró í land í síðustu viku. Ráðherra ákvað á einu augnabliki í mars 2021 að áfrýja til Landsréttar ítarlega rökstuddum héraðsdómi sem hún tapaði og nú hefur það mál verið fellt niður með ærnum tilkostnaði hins opinbera og miklum þjáningum hinnar stefndu.

Ætli Eyþór hafi hugsað heila hugsun áður en hann sendi svarið frá sér? Er útilokað að menn skilji þegar öll sund hafa lokast?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband